Fjölmenni sótti rannsóknadag Þjóðskjalasafns 28. september, sem að þessu sinni var helgaður þjóðlendurannsóknum og útgáfu þriðja bindis Yfirréttarins. Rúmlega fimmtíu gestir hlýddu á fjölbreytt erindi og sköpuðust skemmtilegar umræður um landamerki og sögu þeirra, deilur landeigenda sín á milli og við ríkið.