Þjóðskjalasafn Íslands leitar að metnaðarfullum sérfræðingi á sviði skjala- og upplýsingamála í starf skjalastjóra. Þjóðskjalasafn er leiðandi á sviði opinberrar skjalavörslu og skjalastjórnar og er jafnframt skjalasafn allrar þjóðarinnar. Þar er varðveitt stærsta safn frumheimilda um sögu íslensku þjóðarinnar.
Mögulega fyrsti falsaði peningaseðill á Íslandi var umræðuefnið í Samfélaginu á Rás 1 þegar Guðmundur Pálsson heimsótti Sigríði Hjördísi Jörundsdóttur skjalavörð á Þjóðskjalasafni Íslands. Sigríður sagði frá Þorvaldi Þorvaldssyni sem er líklegast þekktastur fyrir að falsa peningaseðil en það gerði hann einungis fimm árum eftir að ákveðið var að peningaseðlar skyldu teknir upp á Íslandi.
Enn á ný fór Safnanótt fram undir gulri veðurviðvörun og bar þess nokkur merki. Þjóðskjalasafn bauð upp á fjölbreytta dagskrá sem helguð var stjórnarskrá Íslands og sögu hennar.
Þjóðskjalasafn Íslands hefur sent dreifibréf til forstöðumanna afhendingarskyldra aðila ríkisins þess efnis að könnun verði gerð á skjalavörslu og skjalastjórn þeirra. Könnunin verður send út miðvikudaginn 14. febrúar og mun hlekkur á könnunina berast forstöðumönnum með tölvupósti.
Teikningar húsameistara ríkisins komu við sögu í Samfélaginu á Rás 1 nýverið þegar Guðmundur Pálsson heimsótti Helga Biering sérfræðing í stafrænni endurgerð hjá Þjóðskjalasafni Íslands.
„Stjórnarskráin í fortíð, nútíð og framtíð“ er þema safnanætur í Þjóðskjalasafni Íslands í ár. Sett verða upp borð frá þjóðfundinum 2010, sýnd gögn sem tengjast stjórnarskránni og flutt erindi um efnið.
Skjalafréttir er fréttabréf Þjóðskjalasafns sem birtir tilkynningar og fréttir sem tengjast opinberri skjalavörslu, upplýsingar um námskeið og fjölbreyttan fróðleik sem tengist skjalavörslu almennt.
Við hvetjum ykkur til að velja umhverfisvænan ferðamáta þegar þið komið til okkar.
Hjólabogar eru við aðalinnganginn og við lestrarsalinn.
Hlemmur er í 5 mínútna göngufjarlægð og strætisvagnar 2, 5, 14, 15 og 17 stansa fyrir framan.
Heimild mánaðarins
Frelsi í farvatninu? Magnús Ketilsson skrifar um Íslandsverslun á tímamótum veturinn 1783
Á Þjóðskjalasafni Íslands eru fjölmörg bréf sem embættismenn skrifuðu til Christians Martfelt (1728–1790), hagspekings og ritara danska landbústjórnarfélagsins í Kaupmannahöfn. Martfelt bar í brjósti háleitar vonir um að Ísland gæti komist í hringiðu alþjóðlegrar verslunar. Magnús Ketilsson (1732–1803), sýslumaður í Dalasýslu, skrifaði langa greinargerð um verslunar- og efnahagsmálefni Íslands, „Pro Memoria!“, til Martfelts veturinn 1783.