Úthlutun skönnunarstyrkja

miðvikudagur, 24. apríl 2024 - 10:15

Þann 28. febrúar sl. var auglýst eftir umsóknum um styrki til héraðsskjalasafna fyrir skönnun og miðlun á skjölum. Umsóknarfrestur rann út 5. apríl. Til úthlutunar voru 15,2 m.kr. Alls bárust 26 umsóknir um styrki frá 12 héraðsskjalasöfnum. Heildarupphæð umsókna var kr. 33.056.483. Ákveðið var að veita styrk til eftirfarandi verkefna:

 

 

Héraðsskjalasafn

Verkefni

Upphæð

1

Héraðsskjalasafn Mosfellsbæjar

Bréfasafn Mosfellshrepps

1.000.000

1

Héraðsskjalasafn Mosfellsbæjar

Jafnaðarfélag Gullbringu og Kjósarsýslu 1937-1955

150.000

2

Héraðsskjalasafn Akraness

Ungmennafélag Akraness

900.000

3

Héraðsskjalasafn Borgfirðinga

Hreppsbækur fundargerðir o.fl.

900.000

4

Héraðsskjalasafnið Ísafirði

Gjörðabækur hreppa og Ísafjarðar

1.000.000

5

Héraðsskjalasafn Vestur-Húnavatnssýslu

Kvenfélög í Vestur-Húnavatnssýslu

800.000

6

Héraðsskjalasafn Austur-Húnavatnssýslu

Hreppsgögn. 1. áfangi

750.000

7

Héraðsskjalasafn Skagfirðinga

Sveitablöð í Skagafirði VI áfangi

400.000

7

Héraðsskjalasafn Skagfirðinga

Kvenfélög og lestrarfélög

800.000

7

Héraðsskjalasafn Skagfirðinga

Afritun elstu gagna hreppa í Skagfirði VII áfangi

700.000

8

Héraðsskjalasafnið á Akureyri

Íbúaskrár á Akureyri 1944-1949

1.500.000

9

Héraðsskjalasafn Þingeyinga

Þingeyingaskrá Konráðs Vilhjálmssonar

800.000

9

Héraðsskjalasafn Þingeyinga

Hreppabækur úr Þingeyjarsýslu

900.000

10

Héraðsskjalasafn Árnesinga

Gjörðabækur og skjöl hreppa og hreppstjóra í Árnessýslu

1.500.000

10

Héraðsskjalasafn Árnesinga

Búfjárræktarfélög í Árnessýslu

800.000

11

Héraðsskjalasafn Árnesinga/Héraðsskjalasafn Rangæinga og Vestur-Skaftfellinga

Skjöl hreppa og félaga í Rangárvallasýslu og V-Skaftafellssýslu

1.100.000

12

Héraðsskjalasafn Vestmannaeyja

Sýslu og hreppsskjöl Vestmannaeyja 1829-1926

1.200.000

     

15.200.000