Upplýsingaöryggi í skjalavörslu og skjalastjórn – er eitthvað að varast?
Árleg vorráðstefna Þjóðskjalasafns fer fram miðvikudaginn 15. maí nk. á Berjaya Reykjavik Natura Hotel.
Yfirskrift ráðstefnunnar að þessu sinni er Upplýsingaöryggi í skjalavörslu og skjalastjórn – er eitthvað að varast? sem endurspeglar inntak ábyrgðarákvæða 22. gr. laga um opinber skjalasöfn um skjalavörslu og skjalastjórn. Flutt verða fjögur erindi sem fjalla um ráðstafanir um vernd skjala og gagnasafna og hvað ber að varast og gæta að í þeim efnum.
Ráðstefnan verður einnig send út í streymi og þarf að taka það sérstaklega fram í skráningu ef óskað er eftir að fylgjast með ráðstefnunni yfir vefinn.
Upplýsingar um dagskrá, skráningargjald og skráningu á ráðstefnuna má finna hér