Þjóðskjalasafn hefur tekið í notkun rafstýrða skjalaskápa, svonefnda þéttiskápa, af gerðinni ILMAG. Skáparnir eru fluttir inn frá Ítalíu af Egilsson og Rossen ehf.
Þann 12. desember síðastliðinn voru 300 ár liðin frá fæðingu Skúla Magnússonar landfógeta. Af því tilefni verður brugðið upp svipmyndum af Skúla, verkum hans og samtíð í Viðey. Skúli lét reisa Viðeyjarstofu sem embættisbústað og flutti inn með fjölskyldu sinni haustið 1755.
Þjóðskjalasafn Íslands fagnaði 130 ára afmæli sínu með afmælishátíð í gær. Forseti Íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson, og mennta- og menningarmálaráðherra, Katrín Jakobsdóttir, voru meðal gesta sem heiðruðu Þjóðskjalasafn með nærveru sinni.