Þann 12. desember síðastliðinn voru 300 ár liðin frá fæðingu Skúla Magnússonar landfógeta. Af því tilefni verður brugðið upp svipmyndum af Skúla, verkum hans og samtíð í Viðey. Skúli lét reisa Viðeyjarstofu sem embættisbústað og flutti inn með fjölskyldu sinni haustið 1755. Áhrif Skúla Magnússonar á samtíðarmenn sína og uppbyggingu iðnaðar á Íslandi voru mikil og mótuðu sögu landsins og ekki síst þróun þéttbýlis í Reykjavík.
Fjórir stuttir fyrirlestrar verða fluttir um Skúla Magnússon, um störf hans sem sýslumanns í Skagafirði, um fræðimennsku hans, hagrænar hugmyndir og um Innréttingarnar í Reykjavík. Að lokum fyrirlestrum verður staðarskoðun og spiluð 18. aldar tónlist, auk þess sem hægt verður að kaupa veitingar í Viðeyjarstofu.
Að dagskránni standa Minjasafn Reykjavíkur, Reykjavíkurborg, Þjóðskjalasafn Íslands, Háskóli Íslands og Samtök iðnaðarins.
Sjá dagskrá fyrir laugardaginn.