Skjalasafn SÍS kom í gærkvöldi frá Húsavík með flutningabíl með tengivagni á 60 vörubrettum. Skjalasafnið er um 600 hillumetrar að umfangi eða rúmlega 8.000 skjalaöskjur og vegur um 20 tonn.
Sautján starfsmenn Þjóðskjalasafns Íslands dvöldu í Edinborg dagana 11. - 14. október og kynntu sér starfsemi Landsbókasafns og Þjóðskjalasafns Skotlands og skiptust á upplýsingum við starfssystkini sín þar ytra.
Árlegur fundur Þjóðskjalasafns Íslands og héraðsskjalasafna landsins var haldinn í Þjóðskjalasafni 8. október síðastliðinn. Tilgangur slíkra funda er m.a. upplýsingagjöf á milli safnanna auk þess að vera samráðsvettvangur þeirra.