Fréttir

mánudagur, 14. nóvember 2011 - 15:15

Norræni skjaladagurinn var sl. laugardag og tókst vel í alla staði. Þjóðskjalasafn og héraðsskjalasöfnin stóðu saman að vefnum skjaladagur.is þar sem finna má margvíslegan fróðleik um þema dagsins sem var „verslun og viðskipti“. Yfir sjötíu manns heimsótti Þjóðskjalasafn, hlýddu á erindi og skoðuðu skjalasýningu. Hér til vinstri má sjá myndir frá skjaladegi í Þjóðskjalasafni.

Gestir á skjaladegi í Þjóðskjalasafni
miðvikudagur, 19. október 2011 - 16:30

Í dag handsöluðu Guðsteinn Einarsson stjórnarformaður SÍS og Eiríkur G Guðmundssoni settur þjóðskjalavörður samkomulag um að skjalasafn Sambands íslenskra samvinnufélaga, sem varðveitt er á Húsavík, komi í Þjóðskjalasafn Íslands til varðveislu. Safnið hefur verið skráð í samræmi við leiðbeiningar Þjóðskjalasafns undir handleiðslu Héraðsskjalasafns Þingeyinga á Húsavik.

Guðsteinn Einarsson stjórnarformaður SÍS og Eiríkur G Guðmundsson settur þjóðskjalavörður
föstudagur, 4. nóvember 2011 - 17:15

Norræni skjaladagurinn er á laugardaginn kemur 12. nóvember. Þjóðskjalasafn Íslands verður með opið hús kl 12 - 16. Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir. Hér að neðan má nálgast nánari upplýsingar um dagskrá og tilhögun dagsins.

Norræni skjaladagurinn 2011

Pages