Fréttir

þriðjudagur, 3. apríl 2012 - 14:15

Þjóðskjalasafn Íslands fagnar 130 ára afmæli sínu í dag. Hinn 3. apríl árið 1882 gaf Hilmar Finsen landshöfðingi út auglýsingu um stofnun safnsins og telst sá dagur því stofndagur þess.

Þjóðskjalasafn Íslands 130 ára
laugardagur, 24. mars 2012 - 13:45

Út er komið fyrsta tölublað Nordisk Arkivnyt á þessu ári. Í blaðinu er m.a. umfjöllun um Héraðsskjalasafn Akranesskaupstaðar og Ljósmyndasafn Akraness eftir Gerði Jóhönnu Jóhannsdóttur héraðsskjalvörð. Einnig eru í blaðinu fréttir og frásagnir af starfsemi skjalasafna á öllum Norðurlöndunum.

Nordisk Arkivnyt
föstudagur, 10. febrúar 2012 - 15:45

Lestrarsalur Þjóðskjalasafns Íslands verður aftur opinn á mánudögum frá og með mánudeginum 13. febrúar 2012. Lestrarsalurinn verður þá framvegis opinn mánudaga til fimmtudaga frá kl 10:00 til kl 17:00. Á föstudögum verður áfram opið frá kl.10:00 til kl. 16:00 (á vetrartíma). Sjá nánar um afgreiðslutíma hér til hægri.

Af lestrarsal Þjóðskjalasafns

Pages