Á norræna skjaladeginum, 12. nóvember sl., skrifuðu Eiríkur G. Guðmundsson settur þjóðskjalavörður og Pétur Einarsson forstjóri Straums undir viljayfirlýsingu um að Straumur afhendi Þjóðskjalasafni þann hluta skjalasafns Hf Eimskipafélags Íslands sem Straumur ræður yfir. Skjalasafnið er um 120 hillumetrar og eitthvert merkasta einkaskjalasafn úr íslensku atvinnulífi.