Fréttir

fimmtudagur, 2. febrúar 2012 - 10:15

Þann 1. febrúar tók Njörður Sigurðsson, skjalavörður á Þjóðskjalasafni, við stöðu sviðsstjóra á skjalasviði safnsins af Hrefnu Róbertsdóttur. Hrefna, sem gegnt hefur starfi sviðsstjóra frá árinu 2009, fékk á dögunum rannsóknarstöðustyrk úr Rannsóknarsjóði Íslands (Rannís) til þess að kanna búsetuform á Íslandi á árnýöld og mun hún sinna því verkefni á Þjóðskjalasafni næstu þrjú árin.

Þjóðskjalasafn Íslands
föstudagur, 20. janúar 2012 - 9:45

Þjóðskjalasafn Íslands auglýsir laust til umsóknar starf skjalavarðar/sérfræðings á skjalasviði.

Á skjalasviði er tekið við skjalasöfnum opinberra aðila sem og einkaskjalasöfnum. Sviðið annast ráðgjöf til afhendingarskyldra aðila um frágang til langtímavörslu pappírsgagna og rafrænna gagna. Skráning safnkosts, forvarsla og úrvinnsla á gögnum safnsins er meðal verkefna þess.

Þjóðskjalasafn Íslands
föstudagur, 13. janúar 2012 - 15:30

Á síðasta hausti gerðu Þróunarfélag Austurlands, Vinnumálastofnun og Þjóðskjalasafn Íslands með sér samkomulag um atvinnuátak í jaðarbyggðum á Austurlandi.

Áhugasamir skrásetjarar á Breiðdalsvík

Pages