fimmtudagur, 13. febrúar 2014 - 13:45
Það var líf og fjör á dagskrá Þjóðskjalasafns Íslands á Safnanótt föstudagskvöldið 7. febrúar sl. Um hundrað gestir komu og hlýddu á erindi, fóru í vasaljósaferðir í skjalageymslur og horfðu á brot úr sýningu Möguleikhússins á einleiknum Eldklerkurinn. Nokkrir þeirra tóku þátt í verðlaunagetraun sem fólst í því að skrifa upp textabrot eftir mynd af síðu úr skýrslu séra Jóns Steingrímssonar til Ólafs Stephensens amtmanns um eldsumbrotin í Skaftafellssýslu árið 1783. Þrír heppnir gestir hljóta viðurkenningu fyrir þátttökuna sem þeir fá sendar heim til sín á næstu dögum. Þeir eru:
- Gunnar Karl Thoroddsen
- Lilja Hrönn Hrannarsdóttir
- Viktoría Halldórsdóttir
Þessum ágætu gestum og öðrum sem lögðu leið sína í Þjóðskjalasafn á Safnanótt þökkum við kærlega fyrir komuna.