þriðjudagur, 11. mars 2014 - 14:15
Nýlega var lokið við uppsetningu þéttiskápa í fjórum skjalageymslum Þjóðskjalasafnsins í stað fastra hillna sem þar voru fyrir. Þéttiskáparnir telja um 6.700 hillumetra og nýting rýmisins sem þeir eru í jókst um 85% eða rúmlega 3.000 hillumetra sem nemur u.þ.b. því skjalamagni sem tekið er við á tveim árum.
Mikil hagræðing er af þéttiskápum í skjalageymslunum, þar sem hver fermetri nýtist til hins ýtrasta auk þess sem skáparnir eru sérsmíðaðir í rýmið og lofthæðin nýtist að fullu. Í geymslum safnsins eru nú þegar meira enn 42.000 hillumetrar af skjölum en gert er ráð fyrir að magnið tvöfaldist á næstu þremur áratugum.