Fréttir

þriðjudagur, 4. október 2011 - 14:45

Þessir nýju heiðursfélagar eru Einar Laxness og Björk Ingimundardóttir. Einar starfaði sem skjalavörður á Þjóðskjalasafni á árum áður, en Björk er þar ennþá starfandi skjalavörður.

Þjóðskjalasafn óskar þeim báðum til hamingju með þennan verðskuldaða heiður.

Einar Laxness og Björk Ingimundardóttir
þriðjudagur, 6. september 2011 - 14:45

Merkur áfangi náðist í rafrænni skjalavörslu í ágúst þegar Þjóðskjalasafn samþykkti notkun mennta- og menningarmálaráðuneytisins á rafrænu mála- og skjalavörslukerfi. Unnið hefur verið að varðveislu rafrænna gagna síðasta áratuginn hjá Þjóðskjalasafninu og liður í því var útgáfa reglna um rafræn opinber gögn sem birtust í Stjórnartíðindum í ágúst 2010.

Rafræn gögn
þriðjudagur, 6. september 2011 - 14:45

Árin 2007-2010 fóru fram umfangsmikil skráningarverkefni á landsbyggðinni á vegum Þjóðskjalasafns. Markmiðið var að skapa störf og vinna að mikilvægum skráningum á skjalasöfnum og gera manntöl þjóðarinnar aðgengileg á vefnum. Samanlagðar fjárveitingar voru 290 milljónir króna og alls sköpuðust um 50 ársverk á sex stöðum utan höfuðborgarsvæðisins.

Skýrsla um verkefni á landsbyggðinni

Pages