mánudagur, 14. nóvember 2011 - 15:15
Norræni skjaladagurinn var sl. laugardag og tókst vel í alla staði. Þjóðskjalasafn og héraðsskjalasöfnin stóðu saman að vefnum skjaladagur.is þar sem finna má margvíslegan fróðleik um þema dagsins sem var „verslun og viðskipti“. Yfir sjötíu manns heimsótti Þjóðskjalasafn, hlýddu á erindi og skoðuðu skjalasýningu. Hér til vinstri má sjá myndir frá skjaladegi í Þjóðskjalasafni.