Á síðasta hausti gerðu Þróunarfélag Austurlands, Vinnumálastofnun og Þjóðskjalasafn Íslands með sér samkomulag um atvinnuátak í jaðarbyggðum á Austurlandi. Hugmyndin er sú að sveitarfélög legðu til aðstöðu og réðu til starfa atvinnulaust fólk, Vinnumálastofnun greiddi þann hluta launa sem næmi atvinnuleysisbótum og Þjóðskjalasafn Íslands legði til verkefni og fé til þess að hægt væri að greiða starfsfólki laun samkvæmt kjarasamningum.
Á grundvelli þessa samkomulags hafa Djúpavogshreppur og Breiðdalshreppur undirritað samstarfssamning við Þjóðskjalasafn og á Djúpavogi og Breiðdalsvík vinnur nú fólk í fjarvinnslu að skráningu sóknarmannatala.
Skráning hófst á Djópavogi 18. nóvember 2011 og á Breiðdalsvík 11. janúar 2012. Á Ísafirði hefur einnig verið unnið að skráningu sóknarmannatala síðan 18. október 2011, en fjármögnun þess verkefnis er með öðrum hætti.