Sýningin Lífsblómið fjallar um fullveldi Íslands í 100 ár. Titillinn er sóttur í skáldsögu Halldórs Laxness Sjálfstætt fólk, sem gerist á þeim tíma er Ísland varð fullvalda ríki. Rétt eins og þetta þekkta bókmenntaverk fjallar Lífsblómið um hina djúpu þrá eftir sjálfstæði. Hún fjallar einnig um það hversu dýrmætt en um leið viðkvæmt fullveldið er.
Einkaskjöl Bjarna Vilhjálmssonar fyrrverandi þjóðskjalavarðar voru afhent Þjóðskjalasafni föstudaginn 6. apríl sl. Börn Bjarna þau Kristín, Eiríkur, Elísabet og Vilhjálmur komu öll saman og afhentu safninu um hálfan hillumetra af skjölum föður síns.
Þjóðskjalasafn Íslands hefur í um eitt ár haldið úti rás á vefnum YouTube þar sem birt hafa verið ýmis fræðslumyndbönd sem tengjast skjalavörslu á Íslandi.
Þjóðskjalasafnið er símasambandslaust sem stendur. Unnið er að viðgerð. Vinsamlegast sendið tölvupóst á upplysingar@skjalasafn.is. Margvíslegar upplýsingar um starfsemi safnsins má finna á þessum vef.
Skjalafréttir er fréttabréf Þjóðskjalasafns sem birtir tilkynningar og fréttir sem tengjast opinberri skjalavörslu, upplýsingar um námskeið og fjölbreyttan fróðleik sem tengist skjalavörslu almennt.
Við hvetjum ykkur til að velja umhverfisvænan ferðamáta þegar þið komið til okkar.
Hjólabogar eru við aðalinnganginn og við lestrarsalinn.
Hlemmur er í 5 mínútna göngufjarlægð og strætisvagnar 2, 5, 14, 15 og 17 stansa fyrir framan.
Heimild mánaðarins
Frelsi í farvatninu? Magnús Ketilsson skrifar um Íslandsverslun á tímamótum veturinn 1783
Á Þjóðskjalasafni Íslands eru fjölmörg bréf sem embættismenn skrifuðu til Christians Martfelt (1728–1790), hagspekings og ritara danska landbústjórnarfélagsins í Kaupmannahöfn. Martfelt bar í brjósti háleitar vonir um að Ísland gæti komist í hringiðu alþjóðlegrar verslunar. Magnús Ketilsson (1732–1803), sýslumaður í Dalasýslu, skrifaði langa greinargerð um verslunar- og efnahagsmálefni Íslands, „Pro Memoria!“, til Martfelts veturinn 1783.