Í vikunni hefst kennsla í diplómanámi í hagnýtri skjalfræði við Háskóla Íslands. Um er að ræða nýja 30 eininga námsleið sem er kennd í samstarfi við Þjóðskjalasafn Íslands. Námið er opið öllum sem lokið hafa BA, BS eða B.Ed. prófi og hentar þeim sem hafa áhuga á að vinna við skjalavörslu og skjalastjórn, hvort sem er hjá opinberri stofnun, opinberu skjalasafni eða fyrirtæki.