Rannsóknadagur Þjóðskjalasafns Íslands árið 2020 verður að þessu sinni helgaður svokölluðu hagsögusafni sem varðveitt er í Þjóðskjalasafni Íslands og mætti kalla „nýjar” heimildir um hagsögu. Þar er um að ræða gríðarlegt magn gagna sem tengist um 300 verslunum, félögum og fyrirtækjum. Elstu skjölin eru frá síðari hluta 18. aldar en þau yngstu frá fyrri hluta 20. aldar.