miðvikudagur, 18. nóvember 2020 - 8:45
Ákveðið hefur verið að framlengja sóttvarnarráðstafanir í Þjóðskjalasafni til og með 1. desember nk. Lestrarsalur og afgreiðsla safnsins verða því lokuð. Jafnframt verður ekki tekið við skjalasöfnum til varðveislu og fundir með skjalavörðum og sérfræðingum verða í gegnum síma eða fjarfundabúnað.
Áfram er tekið við fyrirspurnum og erindum í gegnum síma, tölvupóst og bréfpóst og verður afgreiðsla mála á sama hátt eftir því sem við verður komið. Fyrirspurnir og erindi skal senda á upplysingar@skjalasafn.is eða hafa samband í síma 590 3300 milli kl. 9 og 14 virka daga.