miðvikudagur, 11. maí 2022 - 9:00
Árleg vorráðstefna Þjóðskjalasafns fer fram þann 31. maí næstkomandi á Icelandair hótel Reykjavík Natura. Yfirskrift ráðstefnunnar er Hagur stjórnsýslunnar og réttindi borgaranna sem er bein vísun í 1. gr. laga um opinber skjalasöfn. Flutt verða fjögur erindi um skráningu mála, afhendingarskyldu einkaaðila, aðgang að gögnum og eftirlit Þjóðskjalasafns.
Ráðstefnan verður einnig send út í streymi og þarf að taka það sérstaklega fram í skráningu ef óskað er eftir að fylgjast með ráðstefnunni yfir vefinn.
Upplýsingar um dagskrá, skráningargjald og skráningu á ráðstefnuna má finna hér.