Fréttir

mánudagur, 4. apríl 2022 - 12:00

Þjóðskjalasafn Íslands fagnaði 140 ára afmæli þann 3. apríl og var hátíðardagskrá af því tilefni í dag, 4. apríl. Stofnun Þjóðskjalasafns miðast við auglýsingu landshöfðingja um starfrækslu landsskjalasafns þann 3. apríl 1882. Í upphafi varðveitti safnið skjöl helstu embætta sem rúmuðust á dómkirkjuloftinu í Reykjavík.

Þjóðskjalasafn Íslands
þriðjudagur, 19. apríl 2022 - 13:15

Ný stefna fyrir Þjóðskjalasafn Íslands til næstu fimm ára var kynnt á 140 ár afmælishátíð safnsins þann 4. apríl sl. Stefnan, sem nær yfir árin 2022-2027, markar ákveðin tímamót í starfseminni með áherslu á stafræna umbreytingu. Upplýsingatæknisamfélag 21. aldar kallar á nýjar áherslur og nýjar lausnir í langtímavörslu skjala- og gagnasafna og miðlun upplýsinga til notenda.

Stefna Þjóðskjalasafns Íslands 2022-2027
föstudagur, 29. apríl 2022 - 15:15

Þjóðskjalasafn Íslands og Biskupsstofa, fyrir hönd þjóðkirkjunnar, hafa undanfarið átt í samstarfi um skjalamál prestakalla. Markmiðið er að til verði sértækar og handhægar leiðbeiningar um skjalavörslu og skjalastjórn prestakalla og að fræðsla um skjalahald fyrir presta verði eflt.

Njörður Sigurðsson, aðstoðarþjóðskjalavörður, segir frá starfsemi Þjóðskjalasafns og lagaumhverfi skjalavörslu og skjalastjórnar afhendingarskyldra aðila á Íslandi.

Pages