Á dögunum var haldið rafrænt útgáfuhóf vegna útgáfu fimmta bindis skjala Landsnefndarinnar fyrri 1770-1771. Þar héldu ritstjórarnir Hrefna Róbertsdóttir og Jóhanna Þ. Guðmundsdóttir fyrirlestra um einstaka þætti bókarinnar. Auk þess fjallaði Helga Hlín Bjarnadóttir um landsagatilskipun Þorkels Fjeldsteds, en hún birtir ritgerð um hana í bókinni.