Þjóðskjalasafn Íslands skipuleggur og heldur á þessu ári þriðju árlegu ráðstefnu Alþjóðaskjalaráðsins (ICA) í Reykjavík dagana 28. og 29. september. Yfirskrift ráðstefnunnar er „Archives: Evidence, Security and Civil Rights. Ensuring trustworthy information“.
Ráðstefnan er haldin á Hilton Reykjavík Nordica Hótel. Von er á 400 til 500 ráðstefnugestum hvaðanæva að úr heiminum. Þetta er því einstakt tækifæri fyrir þá sem starfa við skjalavörslu og skjala- og upplýsingastjórnun hér á landi til að kynnast því sem efst er á baugi á þessu sviði.
Ráðstefnan er jafnframt tækifæri til þess að taka þátt í umræðunni með því að halda þar erindi. Fram til loka febrúarmánaðar er hægt að senda inn tillögur að fyrirlestrum. Þjóðskjalasafn hvetur eindregið til þess að sem flestir geri það og stuðli þannig að góðri umræðu um mikilvæg málefni.
Efni ráðstefnunnar má kynna sér nánar á vef ráðstefnunnar. Þar er líka hægt að senda inn tillögur að erindum með rafrænum hætti.