Alþjóðlega skjaladaginn ber upp á sunnudag þetta árið, en þá eru skjalasöfn víðsvegar um heiminn með tildragelsi af ýmsu tagi til að vekja athygli á mikilvægi skjalasafna, sem eru minni heimsins um liðna atburði og vörslustaðir skjala sem varða réttindi borgaranna.
Í undirbúningi er samnorræn ráðstefna um miðlun gagna í skjalasöfnum (Nordisk arkivformidlingskonferanse 2013) sem til stendur að halda í Olsó í Noregi dagana 24.-25. október 2013. Að ráðstefnunni standa Norsk kulturråd, Landslaget for lokal- og privatarkiv og Riksarkivaren (embætti norska ríkisskjalavarðarins) í samstarfi við samnorrænt fagráð.
Nýlega lauk Óskar Guðlaugsson BS gráðu í landfræði. Lokaritgerð hans, „Makaval og heimabyggð. Uppruni hjóna samkvæmt manntali 1845“, byggir á gögnum manntalsins 1845, sem Þjóðskjalasafn veitti Óskari aðgang að til rannsóknarvinnu.