Föstudaginn 25. mars nk. mun Þjóðskjalasafn Íslands í samstarfi við Félag um skjalastjórn standa fyrir ráðstefnunni Horft til framtíðar - varðveisla og aðgengi upplýsinga. Ráðstefnan verður á Grand hótel í Reykjavík og stendur frá kl. 13-16. Sérstakur gestafyrirlesari verður Kirsten Villadsen Kristmar, sviðsstjóri varðveislu- og grisjunarsviðs Ríkisskjalasafns Danmerkur.