Fjölmenni í Þjóðskjalasafni Íslands á norræna skjaladeginum

laugardagur, 10. nóvember 2012 - 15:30
  • Formleg afhending skjala skátahreyfingarinnar
    Formleg afhending skjala skátahreyfingarinnar
  • Eiríkur G. Guðmundsson, settur þjóðskjalavörður, opnar vef skjaladagsins
    Eiríkur G. Guðmundsson, settur þjóðskjalavörður, opnar vef skjaladagsins
  • Ólafur Ásgeirsson, fyrrverandi þjóðskjalavörður og skátahöfðingi, flytur erindi um upphaf skátahreyfingarinnar
    Ólafur Ásgeirsson, fyrrverandi þjóðskjalavörður og skátahöfðingi, flytur erindi um upphaf skátahreyfingarinnar
  • Sýnishorn af skjalasafni skátahreyfingarinnar
    Sýnishorn af skjalasafni skátahreyfingarinnar
  • Gestabók landsmóts skáta á Hreðavatni 1970
    Gestabók landsmóts skáta á Hreðavatni 1970
  • Lausir endar fyrir þá sem vilja spreyta sig á skátahnútum
    Lausir endar fyrir þá sem vilja spreyta sig á skátahnútum
  • Spjallað yfir skátakakói
    Spjallað yfir skátakakói

Norræni skjaladagurinn er í dag. Þema dagsins er íþrótta- og æskulýðsstarf. Í tilefni af því og 100 ára afmælis skátahreyfingarinnar helgar Þjóðskjalasafn dagskrá sína skátahreyfingunni og starfsemi hennar. Dagskráin fer fram í skrifstofubyggingu safnsins að Laugavegi 162, 3. hæð. Þar fer fram formleg afhending á skjölum skátahreyfingarinnar, flutt verða erindi og sýnd skátaskjöl, myndir og munir. Sjá vef skjaladagsins.
Hér að neðan eru nokkrar svipmyndir frá skjaladeginum í Þjóðskjalasafni.