Einkaskjalasafn Einars Ástráðssonar (1902-1967) fyrrverandi héraðslæknis á Eskifirði var afhent Þjóðskjalasafni Íslands fyrr í þessum mánuði. Karen Tómasdóttir, tengdadóttir Einars, afhenti safnið. Í því kennir ýmissa grasa og þar á meðal er rauð mappa sem inniheldur gögn sem líklega fylla í eyður glataðra gagna. Ljóst er að verulegur fengur er að þessum skjölum.