Forsíða

Fréttir

mánudagur, 12. október 2015 - 14:45

Undanfarnar tvær vikur hefur Nígeríumaðurinn Elvis Efe Oboto verið í starfskynningu í Þjóðskjalasafni Íslands, eða frá 30. september sl. Hann kom hingað til lands í tengslum við ráðstefnu Alþjóða skjalaráðsins sem haldin var á Hótel Nordica 28.-29. september. Hann er einn af sex nýútskrifuðum skjalfræðingum sem ICA bauð að koma sem styrkþegar á ráðstefnuna.

Eiríkur G. Guðmundsson þjóðskjalavörður afhendir Elvis Efe Oboto gjöf í tilefni af heimsókn hans
mánudagur, 12. október 2015 - 14:15

Félagar í SFR hafa samþykkt og boðað verkfallsaðgerðir, sem fela í sér vinnustöðvanir eins og hér er lýst, enda hafi samningar ekki náðst fyrir 15. október.

Þjóðskjalasafn Íslands
þriðjudagur, 29. september 2015 - 15:45

Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, setti þriðju árlegu ráðstefnu Alþjóða skjalaráðsins (ICA) á Hilton Reykjavik Nordica Hotel í morgun. Einkunnarorð ráðstefnunnar eru: Sönnunargögn, öryggi og réttindi borgaranna. Að tryggja áreiðanlegar upplýsingar.

3rd ICA Annual Conference in Reykjavik 2015
mánudagur, 17. ágúst 2015 - 8:45

Þjóðskjalasafn Íslands hefur veitt Sandgerðisbæ heimild til að hefja rafræna skjalavörslu og skila gögnum á rafrænu formi til safnsins til langtímavarðveislu. Sandgerðisbær er fyrsta sveitarfélagið hérlendis sem fær slíka heimild. Um er að ræða heimild til að afhenda gögn á rafrænu formi úr skjalavörslukerfi bæjarins.

Eiríkur G. Guðmundsson þjóðskjalavörður afhendir Sigrúnu Árnadóttur heimildina
miðvikudagur, 15. júlí 2015 - 12:45

Þjóðskjalasafn Íslands hefur birt áætlun um viðtöku rafrænna gagna. Áætlunin byggir á tilkynningum á rafrænum gagnakerfum afhendingarskyldra aðila sem skjalaverðir safnsins hafa unnið úr til 1. apríl 2015. Viðkomandi gagnakerfi hafa verið tilkynnt til Þjóðskjalasafns og var ákveðið að varðveita þau.

Þjóðskjalasafn Íslands
þriðjudagur, 7. júlí 2015 - 9:45

Endurskoðaðar reglur Þjóðskjalasafns Íslands um málalykla, skjalavistunaráætlanir og frágang pappírsskjala hafa verið auglýstar í B-deild Stjórnartíðinda. Reglurnar tóku gildi 1. júlí 2015. Með gildistöku þessara reglna falla úr gildi eldri reglur frá 2010.

Þjóðskjalasafn Íslands

Pages