Dagana 29. – 31. ágúst verður haldin í Reykjavík ráðstefna skjalasafna í Færeyjum, Grænlandi og á Íslandi. Þetta er í þriðja sinn sem þessi ráðstefna er haldin á Íslandi, en samstarf skjalasafnanna í þessum þremur löndum hófst árið 1999.
Laugardaginn 11. nóvember n.k verður opið hús Í Þjóðskjalasafni Íslands frá klukkan 13:00-16:00 í tilefni af Norræna skjaladeginum. Þar sem sýnd verða ýmis skjöl sem efni dagsins sem að þessu sinni ber yfirskriftina „Hús og heimili“. Dagskrá er að finna hér á vefnum.