Fyrsta tölublað Nordisk Arkivnyt á árinu 2017 er nýkomið út og þar kennir ýmissa grasa eins og vænta mátti. Ýmis álitamál samtímans eru tekin til umfjöllunar, t.d. ritar Else Hansen um ráðstefnu sem fram fór 2. nóvember 2016 á vegum danska ríkisskjalasafnsins um skylduna til að muna og réttinn til að gleymast.