Fréttir

þriðjudagur, 28. mars 2017 - 14:15

Fyrsta tölublað Nordisk Arkivnyt á árinu 2017 er nýkomið út og þar kennir ýmissa grasa eins og vænta mátti. Ýmis álitamál samtímans eru tekin til umfjöllunar, t.d. ritar Else Hansen um ráðstefnu sem fram fór 2. nóvember 2016 á vegum danska ríkisskjalasafnsins um skylduna til að muna og réttinn til að gleymast.

Nordisk Arkivnyt 2017-1
fimmtudagur, 30. mars 2017 - 11:30

Þann 3. apríl nk. fagnar starfsfólk Þjóðskjalasafns Íslands 135 ára afmæli safnsins. Stofnun þess miðast við auglýsingu landshöfðingja um starfrækslu landsskjalasafns þann 3. apríl 1882. Í upphafi varðveitti safnið skjöl helstu embætta sem komust fyrir á Dómkirkjuloftinu í Reykjavík.

Þjóðskjalasafn Íslands 135 ára
föstudagur, 2. júní 2017 - 10:45

Fundur norrænu ríkisskjalavarðanna og aðstoðarstjórnenda var haldinn 21. - 23. maí síðastliðinn að Leirubakka í Landsveit. Alls sátu 15 stjórnendur fundinn sem stóð í tvo daga. Hluta fundartímans sátu ríkisskjalaverðir yfir sínum sérmálum og á sama tíma gerðu aðstoðarstjórnendur það sama. Mestan part sátu men þó saman og þinguðu um sameiginleg verkefni og mögulegt framtíðarsamstarf.

Ríkisskjalaverðir og aðstoðarmenn

Pages