Á árunum 1952-1953 komu þeir Michael McAleer og David Ainge til Íslands á vegum Genealogical Society of Utah og mynduðu skjöl á míkrófilmur með leyfi ríkisstjórnarinnar. Alls tóku þeir um 1,3 milljónir mynda af margvíslegum skjölum sem snertu persónusögu með einhverjum hætti. Samanlögð lengd filmanna var um 35 km.