þriðjudagur, 28. mars 2017 - 14:15
Fyrsta tölublað Nordisk Arkivnyt á árinu 2017 er nýkomið út og þar kennir ýmissa grasa eins og vænta mátti. Ýmis álitamál samtímans eru tekin til umfjöllunar, t.d. ritar Else Hansen um ráðstefnu sem fram fór 2. nóvember 2016 á vegum danska ríkisskjalasafnsins um skylduna til að muna og réttinn til að gleymast.
Á íslenskum vettvangi fjallar Njörður Sigurðsson um tvær ráðstefnur sem haldnar voru í Þjóðskjalasafni á liðnu hausti, Benedikt Jónsson um norræna skjaladaginn og Sólborg Una Pálsdóttir um Héraðsskjalasafn Skagfirðinga.
Tímaritið er 48 blaðsíður í A4 broti. Aðalritstjóri er Maria Larsson Östergren. Svæðisritstjóri fyrir Ísland er Hrefna Róbertsdóttir sviðsstjóri varðveislu- og miðlunarsviðs í Þjóðskjalasafni Íslands.