Norrænn fundur að Leirubakka

föstudagur, 2. júní 2017 - 10:45
  • Ríkisskjalaverðir og aðstoðarmenn stilla sér upp fyrir myndatöku.
    Ríkisskjalaverðir og aðstoðarmenn stilla sér upp fyrir myndatöku.

Fundur norrænu ríkisskjalavarðanna og aðstoðarstjórnenda var haldinn 21. - 23. maí síðastliðinn að Leirubakka í Landsveit. Alls sátu 15 stjórnendur fundinn sem stóð í tvo daga. Hluta fundartímans sátu ríkisskjalaverðir yfir sínum sérmálum og á sama tíma gerðu aðstoðarstjórnendur það sama. Mestan part sátu men þó saman og þinguðu um sameiginleg verkefni og mögulegt framtíðarsamstarf.

 

Fundur heppnaðist vel og er líklegt að þetta fyrsta skipti verði fyrirmynd þess sem koma skal.