Um síðustu áramót tóku ný fjárlög gildi og samkvæmt þeim fékk Þjóðskjalasafn Íslands það hlutverk að úthluta héraðsskjalasöfnum verkefnastyrkjum til skönnunar- og miðlunar valdra skjalaflokka. Settar hafa verið reglur og almennir skilmálar um umsóknir og úthlutun til þess að tryggja vönduð vinnubrögð og góða nýtingu fjármuna.
UNESCO heldur úti skrá um Minni heimsins (Memory of the World Register) um mikilvæg menningarverðmæti heimsins sem hafa sérstakt varðveislugildi. Á þeirri skrá eru, meðal annarra gersema, handritasafn Árna Magnússonar og manntalið 1703.