Þjóðskjalasafn hefur gefið út bækling um stefnu safnsins árin 2014 - 2018. Stefnumótunin er m.a. unnin í tilefni nýrra laga um opinber skjalasöfn, nr 77/2014, sem samþykkt var á Alþingi vorið 2014. Með stefnumótuninni er leitast við að skýra markmið Þjóðskjalasafns og renna þannig styrkari stoðum undir bættan árangur á forsendum mælanlegra markmiða og krafna um gagnsæi í opinberum rekstri. Áður voru markmið safnsins sett fram í árangurstjórnunarsamningum við mennta- og menningarmálaráðuneytið.
Vinna við stefnumótunina fór fram á árunum 2013-2014 og hófst með fundi allra starfsmanna Þjóðskjalasafns. Á fyrri hluta árs 2013 var KPMG valið á grundvelli útboðs til að leiða vinnuna. Á árinu 2014 voru notendur og aðrir hagsmunaaðilar fengir til að svara könnunarspurningum eða segja skoðun sína á stefnumálum og forgangsröðun þeirra í viðtölum. Þar á meðal voru héraðsskjalaverðir, kennarar í sagnfræði við Háskóla Íslands, skjalastjórar ráðuneyta, fulltrúar Ættfræðifélagsins, Sögufélags, Sagnfræðingafélags Íslands, mennta- og menningarmálaráðuneytisins, fulltrúar í stjórnarnefnd Þjóðskjalasafns og nokkrir fleiri.
Hægt er að skoða stefnumótunarbæklinginn með því að smella á tengilinn hér að neðan.
Stefnumótun 2014-2018 (PDF, 4,1 MB)