Forsíða

Fréttir

þriðjudagur, 6. september 2011 - 14:45

Árin 2007-2010 fóru fram umfangsmikil skráningarverkefni á landsbyggðinni á vegum Þjóðskjalasafns. Markmiðið var að skapa störf og vinna að mikilvægum skráningum á skjalasöfnum og gera manntöl þjóðarinnar aðgengileg á vefnum. Samanlagðar fjárveitingar voru 290 milljónir króna og alls sköpuðust um 50 ársverk á sex stöðum utan höfuðborgarsvæðisins.

Skýrsla um verkefni á landsbyggðinni
laugardagur, 27. ágúst 2011 - 22:45

Skjalaskrár Þjóðskjalasafns voru settar á vef safnsins árið 2002. Umhverfi skránna og hugbúnaður hefur ekki verið endurnýjaður þótt það væri löngu komið á dagskrá. Öryggi skránna var því afar lítið og viðbúið að þær gætu orðið tölvuþrjótum að bráð. Það gerðist í janúar síðastliðnum.

Tölvuveira
mánudagur, 6. júní 2011 - 14:45

Frá og með 1. júní 2011 þurfa afhendingarskyldir aðilar sem vilja afhenda pappírsskjalasafn til Þjóðskjalasafns Íslands til varanlegrar varðveislu að óska eftir því á þar til gerðu eyðublaði. Hægt er að nálgast eyðublaðið á vef safnsins á síðunni Reglur og leiðbeiningar um skjalavörslu ríkisstofnana undir efnisþættinum Eyðublöð vegna afhendingar pappírsskjalasafna.

Eyðublöð
miðvikudagur, 25. maí 2011 - 14:45

Norræn ráðstefna um rafræna skjalavörslu (Nordisk El-Arkivseminar) verður haldin á Hótel Selfossi dagana 26. og 27. maí 2011. Á ráðstefnunni verður einkum fjallað um varðveislu rafrænna gagna til langs tíma. Auk íslenskra fulltrúa sækja ráðstefnuna fulltrúar frá öllum Norðurlöndunum.

Ráðstefnan var haldin á Hótel Selfossi
þriðjudagur, 24. maí 2011 - 22:45

Námskeiðsáætlun Þjóðskjalasafns Íslands fyrir veturinn 2011-2012 hefur nú verið birt. Síðustu árin hefur Þjóðskjalasafn haldið fjölda námskeiða sem hefur verið mjög vel tekið. Tilgangur námskeiðanna er að stuðla að bættri skjalavörslu hjá opinberum aðilum og byggja þau á reglum og leiðbeiningarritum safnsins um skjalavörslu.

Frá námskeiðahaldi í Þjóðskjalasafni
þriðjudagur, 24. maí 2011 - 14:30

Ráðstefnan, sem halda átti í samvinnu við SKÝ, átti að fara fram miðvikudaginn 25. maí kl. 08:30 á Hótel Hilton Nordica. Danskir fyrirlesarar sem áttu að halda aðalfyrirlestra ráðstefnunnar komust ekki til landsins í tæka tíð, en vonir um komu þeirra lifðu langt fram eftir þriðjudagskvöldi.

Tilkynning SKÝ um frestun ráðstefnunnar

Pages