Ráðstefna vesturnorrænna skjalasafna í Reykjavík

föstudagur, 7. júlí 2017 - 14:45
  • Fulltrúar á Vestnordiske arkivdage í Færeyjum árið 2011.
    Fulltrúar á Vestnordiske arkivdage í Færeyjum árið 2011.

Dagana 29. – 31. ágúst verður haldin í Reykjavík ráðstefna skjalasafna í Færeyjum, Grænlandi og á Íslandi. Þetta er í þriðja sinn sem þessi ráðstefna er haldin á Íslandi, en samstarf skjalasafnanna í þessum þremur löndum hófst árið 1999.

Von er á þátttakendum frá Landsskjalasafninu í Þórshöfn í Færeyjum, Landsskjalasafninu í Nuuk á Grænlandi auk þátttakenda frá héraðsskjalasöfnunum á Íslandi og Þjóðskjalasafninu. Ráðstefnan er mikilvægur liður í samstarfi þessara landa í skjalamálum og er haldin á þriggja ára fresti.

Skoða samandregna dagskrá eða hlaða niður ítarlegri dagskrá (PDF 326 KB).

Skráningu á ráðstefnuna og atburði henni tengda er lokið.