Mennta- og menningarmálaráðherra hefur skipað Eirík G. Guðmundsson í embætti þjóðskjalavarðar til fimm ára.
Eiríkur hefur starfað í Þjóðskjalasafni Íslands frá árinu 2001, lengst af sem sviðsstjóri upplýsinga- og útgáfusviðs, en sl. eitt og hálft ár sem settur þjóðskjalavörður í forföllum Ólafs Ásgeirssonar fyrrverandi þjóðskjalavarðar.