Fréttir

fimmtudagur, 6. desember 2012 - 13:15

Þann 9. nóvember var haldið sérstakt námskeið um skjalavörslu fyrir starfsmenn lögreglustjóraembættisins á Suðurnesjum. Á námskeiðinu var farið almennt yfir helstu lög og reglur sem gilda um skjalavörslu opinberra aðila, hverjir séu afhendingarskyldir aðilar og kröfur og fyrirmæli Þjóðskjalasafns til skjalavörslu þeirra.

Starfsmenn Lögreglustjórans á Suðurnesjum á námskeiði um skjalavörslu
miðvikudagur, 28. nóvember 2012 - 14:30

Mennta- og menningarmálaráðherra hefur skipað Eirík G. Guðmundsson í embætti þjóðskjalavarðar til fimm ára.
Eiríkur hefur starfað í Þjóðskjalasafni Íslands frá árinu 2001, lengst af sem sviðsstjóri upplýsinga- og útgáfusviðs, en sl. eitt og hálft ár sem settur þjóðskjalavörður í forföllum Ólafs Ásgeirssonar fyrrverandi þjóðskjalavarðar.

Eiríkur G. Guðmundsson þjóðskjalavörður
miðvikudagur, 21. nóvember 2012 - 9:15

Ólafur Ásgeirsson lét af starfi þjóðskjalavarðar af heilsufarsástæðum 1. júní síðastliðinn. Síðastliðinn föstudag var honum haldið kveðjuhóf í Þjóðskjalasafni Íslands. Þar voru samankomnir samstarfsmenn Ólafs frá ýmsum tímum og úr ýmsum störfum.

Pages