Árið 2012 stóð Þjóðskjalasafn Íslands fyrir eftirlitskönnun á meðal afhendingarskyldra aðila ríkisins til að kanna stöðu skjalavörslu hjá hinu opinbera. Könnunin var send rafrænt á 207 aðila og af þeim svöruðu 173 stofnanir. Niðurstöður könnunarinnar voru kynntar í skýrslu sem kom út árið 2013.