Mögulega fyrsti falsaði peningaseðill á Íslandi var umræðuefnið í Samfélaginu á Rás 1 þegar Guðmundur Pálsson heimsótti Sigríði Hjördísi Jörundsdóttur skjalavörð á Þjóðskjalasafni Íslands. Sigríður sagði frá Þorvaldi Þorvaldssyni sem er líklegast þekktastur fyrir að falsa peningaseðil en það gerði hann einungis fimm árum eftir að ákveðið var að peningaseðlar skyldu teknir upp á Íslandi.