Skólavefur

Skólavefur Þjóðskjalasafns Íslands var að mestu leyti unninn á árinu 2002 í samstarfi við Fjölbrautaskólann við Ármúla og var opnaður 11. október það ár. Vefurinn byggir á því að birta myndir af skjölum sem tengjast sögulegum atburðum, tímabilum eða persónum. Texti skjalanna er uppskrifaður og torskilin orð eru skýrð. Tilurð skjalanna er rakin lítillega svo og baksvið atburða og vísað er á frekari heimildir. Hverju skjali fylgja verkefni sem kennarar geta lagt fyrir nemendur sína.

Fyrri hluta ársins 2004 bættist Kvennaskólinn í Reykjavík í hóp samstarfsaðila og í samstarfi skólann var unnið að gerð verkefnis um baksvið skáldsögunnar Sjálfstætt fólk eftir Halldór Laxness.

Verkaskipting var í öllum tilvikum sú að starfsmenn Þjóðskjalasafns hönnuðu vefinn, völdu skjöl, mynduðu þau, skrifuðu upp texta þeirra o.s.frv. Kennararnir sömdu verkefni, unnu orðskýringar og meginhluta annarra skýringartexta.

Skoðaðu skólavefinn.