Glöggt er gests auga
Bps. A. II. 13, bls. 78. Visitasíubók Árna prófasts Þorvarðssonar um Austfirðingafjórðung 1697.
Íslendingar hafa löngum verið viðkvæmir fyrir lýsingum útlendinga á íslenskum aðstæðum, einkum mataræði, umgengnisháttum og þrifnaði.
Þess munu ekki mörg dæmi í heimildum að Íslendingum hafi ofboðið sóðaskapur landa sinna. Helst kemur það fram í visitasíum kirkna að fundið er að umgengni og þá einkum því virðingarleysi sem guðshúsunum er sýnt með því nota þau sem geymslur.
Árið 1697 vísiteraði Árni Þorvarðsson, prófastur í Árnesþingi, Austfirðingafjórðung í umboði Jóns Vídalín, þá officialis í Skálholtsbiskupsdæmi en síðar Skálholtsbiskups. Verður ekki annað sagt en Árna hafi blöskrað umgengni um kirkju og bæ í Húsavík eystra, ekki síst þegar hann treysti sér ekki til þess að fara inn í bæinn til þess að hitta húsbóndann.
Björk Ingimundardóttir ritaði kynningartexta og annaðist uppskrift skjalsins.
Hér að neðan er hægt að sækja uppskrift af texta skjalsins.