Safnanótt

Vetrarhátíð í Reykjavík hefur verið haldin árlega frá árinu 2002. Markmið hátíðarinnar er að lýsa upp mesta skammdegið í febrúar með viðburðum og uppákomum af ýmsu tagi, stórum sem smáum. Hátíðin gefur borgarbúum og gestum tækifæri til að taka þátt í fjölbreyttri dagskrá sér að kostnaðarlausu.

Einn af viðburðum Vetrarhátíðar er Safnanótt sem hefur farið fram á Vetrarhátíð allt frá árinu 2005. Fjöldi safna víðsvegar á höfuðborgarsvæðinu bjóða þá upp á fjölbreytta og skemmtilega dagskrá.

Þjóðskjalasafn Íslands hefur tekið þátt í Safnanótt frá og með árinu 2010.