Myndin sýnir óveður 16. september 1936 þegar franska rannsóknarskipið Pourquoi-Pas fórst við Áltanes á Mýrum. Fjörutíu fórust og aðeins einn komst af. Einungis fundust lík 23 skipverja, þar á meðal lík Jean-Baptiste Charcot leiðangursstjóra.
Í tilefni af 100 ára afmæli Veðurstofu Íslands mun Þjóðskjalasafnið í samvinnu við Veðurstofuna fjalla um margvíslegt efni sem tengist veðri, jöklum, eldgosum og skriðuföllum. Sérfræðingar Veðurstofunar munu flytja fyrirlestra um fjölbreytt efni og sýnd verða skjöl sem tengjast efninu.
Dagskráin verður eftirfarandi:
18:30 | Húsið opnar. |
19:00 - 19:30 | Kynning á Þjóðskjalasafni og sýning á völdum dýrgripum úr fórum safnsins. Hámarksfjöldi í hóp eru 20 manns og er skráning á staðnum. |
20:00 - 21:30 | Fyrirlestrar:
|
22:00 - 22:30 | Kynning á Þjóðskjalasafni og sýning á völdum dýrgripum úr fórum safnsins. Hámarksfjöldi í hóp eru 20 manns og er skráning á staðnum. |
18:30 - 23:00 | Hægt verður að skoða fjölbreytt skjöl og muni sem tengjast náttúrufarsrannsóknum og Veðurstofu Íslands. |