fimmtudagur, 12. október 2023 - 14:45
Þjóðskjalasafn Íslands mun bjóða upp á röð námskeiða í vetur eins og venja hefur verið undanfarin ár. Námskeiðin verða kennd í gegnum fjarfundarbúnaðinn Teams og eru þeim sem vilja sitja námskeiðin að kostnaðarlausu en nauðsynlegt er að skrá sig. Þátttakendur fá síðar tengil á námskeiðið þegar nær dregur námskeiðinu.
Á vef Þjóðskjalasafns Íslands er að finna yfirlit um námskeið vetrarins og þar hægt er að skrá sig á námskeiðin.
Dagskrá vetrarins:
17.10.2023, kl. 10-11 | Skráning mála og málsgagna. |
24.10.2023, kl. 10-11 | Frágangur, skráning og afhending pappírsskjala. |
31.10.2023, kl. 10-11 | Er röð og regla á málasafninu? Gerð málalykla. |
7.11.2023, kl. 10-11 | Þarf að bæta skjalavörslu og skjalastjórn? Átak í skjalavörslu. |
14.11.2023, kl. 10-11 | Gerð skjalavistunaráætlunar. Við verðum að hafa yfirsýn. |
21.11.2023, kl. 10-11 | Tilkynningar á rafrænum gagnasöfnum. |
28.11.2023, kl. 10-11 | Hverju má henda? Um grisjun skjala. |
9.1.2024, kl. 10-11 | Hvað á að gera við tölvupóstinn? Um varðveislu og eyðingu á tölvupósti. |
16.1.2024, kl. 10-11 | Sameining afhendingarskyldra aðila og tilfærsla verkefna: nokkur góð ráð. |
23.1.2024, kl. 10-11 | Afhendingar úr rafrænum gagnasöfnum. |
6.2.2024, kl. 10-11 | Undirbúningur og gerð vörsluútgáfu. |
13.2.2024, kl. 10-11 | Innra eftirlit í rafrænum gagnasöfnum. |