Framkvæmdasýslan – Ríkiseignir (FSRE) fyrir hönd ríkissjóðs óska eftir að taka á leigu varðveisluhúsnæði fyrir Þjóðskjalasafn Íslands. Um er að ræða skjalageymslu auk stoðrýma, s.s. móttöku bretta, flokkun, úrvinnslu gagna og starfsmannarými. Skjalageymsla má vera í 1.000-5.000 m² rými, gjarnan óskiptu. Þar af er gert ráð fyrir um 300 m² fyrir stoðrými. Miðað er við að húsnæðið verði tekið á leigu í 5 til 10 ár með möguleika á framlengingu. Gerð er krafa um staðsetningu á höfuðborgarsvæðinu. Vegna framtíðaráforma er einnig óskað eftir upplýsingum um 3.000-10.000 m² í þéttbýliskjörnum á landinu sem uppfylla sömu skilyrði.
Nánari upplýsingar, þ.m.t. um fyrirspurnarfrest, kröfur til húsnæðisins og tilboðsfrest, má finna á vef FSRE: https://www.fsre.is/utbod/auglysingar/nr/1359