Í tilefni af því að út er komið sjötta og síðasta bindið af heildarsafni skjala Landsnefndarinnar fyrri 1770–1771, verður haldin ráðstefna í Þjóðskjalasafni Íslands, Laugavegi 162, fimmtudaginn þann 15. september n.k. Dagskráin hefst klukkan 13:30 og er áætlað að henni ljúki um 16:30.
Skjöl Landsnefndarinnar gefa einstaka innsýn inn í íslenskt samfélag á seinni hluta 18. aldar. Landsnefndin fyrri var þriggja manna nefnd á vegum konungs sem ferðaðist um Ísland í eitt og hálft ár og safnaði upplýsingum um aðstæður í samfélaginu. Í skjalasafni nefndarinnar eru bréf frá almenningi, prestum, sýslumönnum og öðrum embættismönnum auk greinargerða og margvíslegra gagna frá nefndarmönnum sjálfum. Með þessari útgáfu eru skjölin orðin mun aðgengilegri til rannsókna á sögu átjándu aldarinnar.
Verkefnið var styrkt af Rannís og Augustinusarsjóðnum danska og var unnið í samstarfi Þjóðskjalasafns Íslands, Þjóðskjalasafns Danmerkur og Sögufélags. Ritstjórar útgáfunnar eru Hrefna Róbertsdóttir og Jóhanna Þ. Guðmundsdóttir.
Allir eru velkomnir. Fjölbreyttir fyrirlestrar byggðir á rannsóknum á skjölum nefndarinnar.
Ráðstefnan verður einnig send út í vefstreymi. Íslensk erindi verða túlkuð yfir á dönsku, og dönsk erindi yfir á íslensku. Skráning í streymið fer fram hér.
Dagskrá
13:30-14:10 |
|
Hlé | |
14:20-15:15 |
|
Hlé | |
15:30-16:30 |
|
16:30 |
|