Viðtaka skjalasafna hefst á ný í Þjóðskjalasafni

þriðjudagur, 22. desember 2020 - 9:45
  • Þjóðskjalasafn Íslands.
    Þjóðskjalasafn Íslands.

Þjóðskjalasafn hefur á ný hafið viðtöku á skjalasöfnum afhendingarskyldra aðila sem var frestað tímabundið 8. október sl. vegna hertra sóttvarnaraðgerða. Þetta á við hvort sem skjölin eru á pappír eða rafrænu formi. Jafnframt hefst á ný viðtaka einkaskjalasafna. Afhendingarbeiðnir pappírsskjalasafna sem borist hafa frá afhendingarskyldum aðilum verða afgreiddar í þeirri röð sem þær bárust. Afhendingarskyldir aðilar geta haft samband í síma 590 3300 eða í gegnum netfangið skjalavarsla@skjalasafn.is fyrir nánari upplýsingar.

Áfram verður gætt fyllstu sóttvarna og eru aðilar sem koma með skjalasöfn á Þjóðskjalasafn beðnir um að gæta að sóttvörnum með því að bera andlitsgrímu og nota handspritt.

Allir fundir með skjalavörðum og sérfræðingum safnsins verða áfram í gegnum síma eða fjarfundabúnað.