fimmtudagur, 10. desember 2020 - 15:30
Lestrarsalur og afgreiðsla Þjóðskjalasafns Íslands opnar að nýju þriðjudaginn 15. desember nk. Endurbótum á lestrarsal safnsins, sem hófust síðastliðið vor, er nú að ljúka og opnar lestrarsalurinn því á sínum gamla stað á 1. hæð að Laugavegi 162. Sú breyting verður jafnframt að afgreiðsla safnsins, sem verið hefur á 3. hæð, verður samhliða flutt á lestrarsal til frambúðar.
Eftir sem áður verða fjöldatakmarkanir á lestrarsal til að tryggja nálægðartakmörkun vegna farsóttar.
Leiðbeiningar til gesta:
- Hámarksfjöldi á lestrarsal er 10 gestir í einu.
- Sprittið hendur áður en gengið er inn í lestrarsal.
- Gerið vart við ykkur í afgreiðslu og farið ekki nær afgreiðslu en sem nemur borða sem er á gólfinu.
- Starfsmaður úthlutar ykkur sæti og farið ekki nær öðrum gestum en sem nemur tveimur metrum.
- Starfsmaður afgreiðir ykkur um skjöl sem pöntuð hafa verið á lestrarsal.
- Fylgið fyrirmælum starfsmanns.
Gestir sem ætla að skoða skjöl á lestrarsal þurfa að senda pantanir á netfangið upplysingar@skjalasafn.is.